Erlent

Fleiri ný smit í Flórída en í New York þegar verst lét

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gestir á leið í skemmtigarðinn Walt Disney World í Orlando í Flórída, sem opnaður var á ný í gær.
Gestir á leið í skemmtigarðinn Walt Disney World í Orlando í Flórída, sem opnaður var á ný í gær. Vísir/getty

Faraldur kórónuveiru hefur tekið sig upp að nýju af fullum þunga í Flórída en þar greindust 15.299 með veiruna síðasta sólarhringinn og 45 létust. Flórída sló þar með met Kaliforníu en fleiri tilfelli hafa ekki greinst á einum sólarhring í nokkru ríki Bandaríkjanna 

Blómlegur ferðamannaiðnaður og hár meðalaldur íbúa gerir Flórídaríki berskjaldað fyrir útbreiðslu veirunnar. Í frétt BBC segir að yfir 40 sjúkrahús í Flórída séu yfirfull af covid-sjúklingum og geti ekki tekið við fleirum.

Aldrei greindust nærri því jafnmargir með veiruna á einum sólarhring í New York þegar ástandið var hvað verst þar í apríl og síðasta sólarhringinn í Flórída. Þá hefur slíkur fjöldi ekki greinst með veiruna á einum degi í neinu Evrópuríki hingað til. Væri Flórída sjálfstætt ríki væri það nú í fjórða sæti á heimsvísu yfir flest smit síðasta sólarhringinn.

Yfirvöld í Flórída tóku að slaka á veirutakmörkunum í ríkinu strax í maí. Nú síðast í gær opnaði skemmtigarðurinn Walt Disney World í Orlando á ný eftir að hafa verið lokað vegna faraldursins í vor.


Tengdar fréttir

Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.