Erlent

Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Times Square í New York.
Frá Times Square í New York. Gary Hershorn/Getty

Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla létust þá ýfir 800 manns af völdum veirunnar í Bandaríkjunum í gær.

Bandaríkin eru það ríki heims þar sem finna má flest staðfest tilfelli veirunnar, en fleiri en þrjár milljónir manna hafa smitast og greinst með veiruna.

Þá eru 29 ríki Bandaríkjanna hvar daglegum tilfellum hefur fjölgað miðað við vikuna á undan. Níu ríki slógu þá met yfir daglegan fjölda smita. Það voru Alaska, Georgia, Idaho, Iowa, Louisiana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin.

Í síðustu viku varaði Anthony Fauci, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, við því að daglegum nýsmitum gæti fjölgað hratt, og að innan tíðar yrðu þau komin yfir hundrað þúsund.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.