Erlent

Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.).
Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI

Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent.

Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski.

Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum.

Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. 

Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×