„Fordæmalaus og söguleg spilling“ Donalds Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 22:28 Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður repúblikana. Vísir/getty Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30