„Fordæmalaus og söguleg spilling“ Donalds Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 22:28 Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður repúblikana. Vísir/getty Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30