Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 23:30 Mitt Romney er lítt hrifinn af Donald Trump. AP/Susan Walsh) Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira