Enski boltinn

Áfrýja ekki leikbanni Dier

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier.
Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier. Catherine Ivill/Getty Images

Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins.

Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier.

Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund.

José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum.

„Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski.

Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×