Enski boltinn

Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Dier í stúkunni eftir leik Tottenham og Norwich í ensku bikarkeppninni. Hann hefur fengið fjögurra leikja bann fyrir uppátækið.
Eric Dier í stúkunni eftir leik Tottenham og Norwich í ensku bikarkeppninni. Hann hefur fengið fjögurra leikja bann fyrir uppátækið. getty/Tess Derry

Eric Dier hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Norwich City í ensku bikarkeppninni í mars.

Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Eftir hana rauk Dier upp í stúku. Hann átti eitthvað vantalað við stuðningsmann Tottenham sem var að rífast við bróður hans.

Dier fékk ekki bara fjögurra leikja bann heldur 40 þúsund punda sekt sem samsvarar sjö milljónum íslenskra króna.

Enski landsliðsmaðurinn missir af öllum leikjum sem Spurs á eftir í ensku úrvalsdeildinni nema einum.

Tottenham er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×