WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:11 Maria van Kerkhove, sérfræðingur WHO sem hefur leitt viðbrögðin við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Vísir/EPA Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19