Íslenski boltinn

Sölvi Geir fær þrjá leiki í bann

Ísak Hallmundarson skrifar
Sölvi Geir missir af næstu þremur leikjum Víkinga.
Sölvi Geir missir af næstu þremur leikjum Víkinga. vísir

Sölvi Geir Ottesen leikmaður Víkings Reykjavík í Pepsi Max deild karla hefur hlotið þriggja leikja leikbann. Sölvi fékk rautt spjald í leik KR og Víkings um helgina og lét síðan óviðeigandi ummæli falla í garð fjórða dómara leiksins.

Sölvi missir því af leikjum gegn Val, HK og ÍA í Pepsi Max deildinni.

Víkingur fékk 17.500 króna sekt en þeir Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson sem fengu einnig rauð spjöld í leiknum fá eins leiks bann. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.