Hvað gera stjörnur Liverpool í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 07:00 Verða þessir leikmenn enn í herbúðum Englandsmeistara Liverpool á næstu leiktíð? Vísir/Getty Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira