Fær hvorki 650 þúsund krónurnar né iPhone-símann til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 09:24 Lögregla lagði hald á fjármuni manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent