Enski boltinn

Gomes var nánast orð­laus er hann sá og heyrði af ís­lensku Liver­pool messunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe Gomez varnarmaður Liverpool.
Joe Gomez varnarmaður Liverpool. vísir/getty

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, var í viðtali hjá Símanum í gær en hann ræddi þar við Tómas Þór Þórðarson um tímabilið hjá Liverpool.

Gomez hefur leikið vel í vörn Liverpool á leiktíðinni, þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar gegn Man. City á dögunum, en en hann er einungis 23 ára.

Hann hefur myndað öflugt miðvarðarpar með Virgil van Dijk en Tómas Þór, hjá Símanum, sýndi Gomez myndefni frá Liverpool messunni sem haldinn var á lokadegi síðasta tímabils.

Þó er ljóst að mikill hugur var í stuðningsmönnum sem fjölmenntu í messuna og sungu af mikilli innlifun þegar You‘ll Never Walk Alone var sungið í messunni en þar báðu þeir fyrir heppilegum úrslitum í lokaumferðinni.

Þeir urðu þó ekki að ósk sinni þar sem Man. City vann Brighton á útivelli og varð enskur meistari en Liverpool náði þó að tryggja sér enska meistaratitilinn í ár eftir þrjátíu ára bið.

Þegar Gomez var sýnt myndefni frá messunni sagði hann að félagið ætti bestu stuðningsmenn í heimi og að leikmenn liðsins vildu skila því aftur til stuðningsmannanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.