Sport

Stuðningsmenn fjölmenntu í Liverpool messu

Sylvía Hall skrifar
Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er gallharður stuðningsmaður Liverpool og bauð því stuðningsmönnum liðsins í messu fyrir leik liðsins gegn Wolves sem fram fór í dag.

Liverpool áttu möguleika á að tryggja sér titilinn í dag en þó hefði ýmislegt þurft að falla með þeim. Bæði hefði liðið þurft að vinna Wolves á heimavelli auk þess að treysta á að Manchester City myndi mistakast að sigra Brighton á útivelli. 

Draumur stuðningsmanna Liverpool varð þó ekki að veruleika þrátt fyrir sigur en Manchester City vann öruggan sigur á Brighton og tryggði sér þar með titilinn.

Þó er ljóst að mikill hugur var í stuðningsmönnum sem fjölmenntu í messuna og sungu af mikilli innlifun þegar You‘ll Never Walk Alone var sungið í messunni líkt og sjá má í myndbandinu hér að ofan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×