Enski boltinn

Mourin­ho skaut föstum skotum að Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho á hliðarlínunni í síðustu viku.
Jose Mourinho á hliðarlínunni í síðustu viku. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir færslu Arsenal sem liðið setti á samfélagsmiðla sína eftir tapið gegn Sheffield United í síðustu viku.

Tottenham tapaði fyrir nýliðunum á Bramall Lane í síðustu viku og samfélagsmiðlateymi Arsenal nýtti sér tækifærið og skrifaði: „Það er ekki auðvelt að vinna Sheffield United á Bramall Lane.“

Sá portúgalski gefur lítið fyrir færslu Arsenal og segir að þeir gleðjist bara út af þessu, vegna þess að þeir eru í sömu stöðu.

„Ég held að ef þeir væru í efsta sætinu eða að berjast um efstu fjögur sætin þá myndu þeir ekki njóta þess að aðrir væru í vandræðum,“ sagði Mourinho í samtali við Sky Sports fyrir leik Tottenham gegn Everton í kvöld.

„Þú nýtur þess að aðrir eru í vandræðum, þegar þú ert sjálfur í vandræðum. Að endingu segir þetta meira um þá. Þeir hafa ekki mikið til að gleðjast yfir og svo fá þeir loksins tækifæri til þess. Þeir eru í svipaðri stöðu og við í töflunni.“

„Mér líkar ekki við að tengja félag við einhverja uppfærslu eða tíst. Kannski hef ég rangt fyrir mér og kannski rétt en einstaklingurinn sem gerði þetta gerði þetta líklega sjálfur.“

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið Mikel Arteta sem setti þetta inn eða Granit Xhaka eða einhver annar fyrirliði þeirra. Þetta var líklega einhver sem var að vinna heima frá sér í þrjá mánuði. Ekkert vesen, en vð munum bíða eftir þeim,“ sagði Mourinho.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.