Loka fylkjamörkum milli Viktoríu og Nýju Suður-Wales Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 08:35 Flugleiðin milli Melbourne og Sydney í Nýju Suður-Wales er ein sú fjölfarnasta í heimi. Getty Yfirvöld í Ástralíu hafa lokað fylkjamörkunum milli Viktoríu og Nýju- Suður-Wales, tveggja fjölmennustu fylkja landsins, eftir að mikil fjölgun hefur orðið í tilfellum nýrra kórónuveirusmita í Melbourne. Nokkur hundruð nýrra smita hafa komið upp í stórborginni, sem er að finna í Viktoríu, á síðustu tveimur vikum. Hafa um 95 prósent af nýjum smitum í Ástralíu síðustu vikurnar komið upp í Melbourne. Viktoría og Nýja Suður-Wales hafa til þessa haldið mörkunum opnum, þrátt fyrir að önnur fylki hafi haldið sínum lokuðum. Nú þarf fólk sérstakt leyfi frá yfirvöldum til að fá að ferðast milli fylkjanna. Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, segir að um sameiginlega ákvörðun hans, Scott Morrison, forsætisráðherra landsins, og Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýju Suður-Wales, hafi verið að ræða. Andrews gaf engar vísbendingar um hvenær mætti eiga von á því að fylkjamörkin yrðu opnuð á ný, en í frétt BBC segir að flugleiðin milli Melbourne og Sydney í Nýju Suður-Wales sé ein sú fjölfarnasta í heimi. Ástalir hafa fyrst og fremst glímt við smit sem hafa komið til landsins með fólki erlendis frá, en að undanförnu hefur um 80 prósent nýrra smitast flokkast sem innanlandssmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa lokað fylkjamörkunum milli Viktoríu og Nýju- Suður-Wales, tveggja fjölmennustu fylkja landsins, eftir að mikil fjölgun hefur orðið í tilfellum nýrra kórónuveirusmita í Melbourne. Nokkur hundruð nýrra smita hafa komið upp í stórborginni, sem er að finna í Viktoríu, á síðustu tveimur vikum. Hafa um 95 prósent af nýjum smitum í Ástralíu síðustu vikurnar komið upp í Melbourne. Viktoría og Nýja Suður-Wales hafa til þessa haldið mörkunum opnum, þrátt fyrir að önnur fylki hafi haldið sínum lokuðum. Nú þarf fólk sérstakt leyfi frá yfirvöldum til að fá að ferðast milli fylkjanna. Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, segir að um sameiginlega ákvörðun hans, Scott Morrison, forsætisráðherra landsins, og Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýju Suður-Wales, hafi verið að ræða. Andrews gaf engar vísbendingar um hvenær mætti eiga von á því að fylkjamörkin yrðu opnuð á ný, en í frétt BBC segir að flugleiðin milli Melbourne og Sydney í Nýju Suður-Wales sé ein sú fjölfarnasta í heimi. Ástalir hafa fyrst og fremst glímt við smit sem hafa komið til landsins með fólki erlendis frá, en að undanförnu hefur um 80 prósent nýrra smitast flokkast sem innanlandssmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira