Enski boltinn

Var hjá E­ver­ton í ellefu ár en Ancelotti vissi ekkert hver hann var | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlo hissa á spurningunni.
Carlo hissa á spurningunni. mynd/skjáskot/everton

Luke Garbutt er 27 ára vinstri bakvörður sem fékk ekki áframhaldandi samning hjá Everton á dögunum en hann hafði verið hjá félagin í ellefu ár.

Garbutt kom fyrst til Everton sextán ára gamall og fór fyrst í unglingalið félagsins en braust svo inn í aðalliðshópinn.

Þar fékk hann hins vegar ekki mörg tækifæri og hefur verið lánaður vítt og breitt um England, nú síðast til Ipswich, þar sem hann spilaði tæplega 30 leiki.

Englendingurinn var hins vegar einn af þeim sem fékk ekki áframhaldandi samning hjá Everton er fimm ára samningur, sem hann skrifaði undir árið 2015, rann út.

Á blaðamannafundi á dögunum var Carlo Ancelotti, stjóri Everton, spurður út í brotthvarf Luke og það var í raun hlægileg sjón því Ancelotti vissi ekkert hver Garbutt var.

Leikmaðurinn sló þó á létta strengi eftir að hann sá uppákomuna og deildi m.a. sjálfur myndbandinu þegar Ancelotti er afar hissa á spurningunni.

Hann gerði svo gott um betur og birti einnig myndband af sínum helstu tilþrifum á síðustu leiktíð en hann er nú í leit að nýju félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×