Innlent

Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra skrifuðu fyrir hönd stjórnvalda undir samstarfsyfirlýsingu. Fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifuðu undir Ólafur Marteinsson, formaður SFS og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra skrifuðu fyrir hönd stjórnvalda undir samstarfsyfirlýsingu. Fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifuðu undir Ólafur Marteinsson, formaður SFS og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. ELÍSABET INGA

Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005.

Yfirlýsing um hvata til að draga úr kolefnisspori íslensk sjávarútvegs var undirrituð af sex ráðherrum og samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi við ráðherrabústaðinn í hádeginu. Með yfirlýsingunni er lagður grundvöllur að formlegu samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsins til að tryggja að markmiðum Íslands í loftslagsmálum verði náð.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp til að ná þessu fram. Hópurinn mun vinna með fulltrúun greinarinnar að tillögun til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu.

„Við setjum á dagskrá að ræða um fjárhagslega hvata til að ná þeim árangri. Leiðir til að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og eftir atvikum að skoða íblöndunarmöguleika ef að þeir þykja vera vænlegur kostur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Losun innlendra og erlendra fiskiskipa er um fimmtungur af losun á ábyrgð Íslands.

„98 prósent af sjávarafurðum er flutt út. Augljóslega mun það hafa áhrif á okkur sem seljendur sjávarafurða ef við getum sagt á erlendum vettvangi að við séum fyrsta þjóðin í heiminum sem sé að fullu kolefnisjöfnuð,“ sagði Ólafur Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er stefnt að því að samdráttur í losun verði um 50-60% árið 2030 miðað við árið 2005.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.