Erlent

Macron skipar borgarstjóra úr Pýreneafjöllum forsætisráðherra

Kjartan Kjartansson skrifar
Jean Castex hefur stýrt aðgerðum til að aflétta takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi. Hann var skipaður forsætisráðherra eftir afsögn Edouard Philippe í morgun.
Jean Castex hefur stýrt aðgerðum til að aflétta takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi. Hann var skipaður forsætisráðherra eftir afsögn Edouard Philippe í morgun. Vísir/EPA

Borgarstjóri úr Pýreneafjöllum sem hefur stýrt aðgerðum við afléttingu takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins var skipaður forsætisráðherra Frakklands í morgun. Ríkisstjórnin sagði af sér á einu bretti í morgun eftir að flokkur Emmanuels Macron forseta hlaut slæma kosningu í sveitarstjórnarkosningum um helgina.

Jean Castex er 55 ára gamall miðhægrimaður og lítt þekktur í Frakklandi. Hann var borgarstjóri Prades í Pýreneafjöllum en Edouard Philippe, fráfarandi forsætisráðherra, fékk hann til að hafa umsjón með afnámi hafta vegna faraldursins. Hann var áður aðstoðarheilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy.

Macron er sagður hafa viljað stokka upp í ríkisstjórninni eftir kosningaúrslitin um helgina. Ríkisstjórn hans stendur frammi fyrir efnahagsþrengingum í kjölfar faraldursins. Forsetinn hefur varað þjóðina við því að erfiður bati sé framundan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Philippe er sagður ætla að taka við embætti borgarstjóra í borginni Le Havre þar sem flokkurinn vann sigur á sunnudag. Flokkur forsetans hrósaði hins vegar ekki sigri í neinni stórborg í sveitarstjórnarkosningunum þar sem græningjar og bandamenn þeirra á vinstri vængnum unnu verulega á.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórn Frakklands hættir

Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×