West Ham náði í mikilvægt stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

West Ham er taplaust í síðustu tveimur leikjum eftir að liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Newcastle á útivelli.

Michail Antonio kom West Ham yfir á 4. mínútu en Miguel Almiron jafnaði metin þrettán mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Tékkinn Tomas Soucek kom West Ham yfir á ný eftir hornspyrnu á 65. mínútu en mínútu síðar var allt orðið jafnt aftur er Jonjo Shelvey skoraði eftir laglegt samspil. Lokatölur 2-2.

West Ham er í 16. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti eftir frækinn sigur á Chelsea í síðustu umferð.

Newcastle er í 12. sætinu með 43 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.