Enski boltinn

„Liver­pool hefur drukkið marga bjóra í síðustu viku en voru með ekkert áfengi í blóðinu í gær“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Guardiola léttir á hliðarlínunni í gær.
Klopp og Guardiola léttir á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að nýkrýndir enskir meistarar í Liverpool hafi drukkið nóg af bjór um síðustu helgi en það hafi ekkert áfengi verið í blóði þeirra í leik liðanna í gær.

Manchester City rúllaði yfir Liverpool í leik liðanna á Etihad-leikvanginum í gær en lokatölur urðu 4-0 sigur heimamanna.

„Ég held að þeir hafi drukkið marga bjóra í síðustu viku en þeir voru hérna með ekkert í blóðinu og komnir til þess að vinna leikinn,“ sagði Guardiola og hrósaði hann Liverpool.

„Ég sá lið með ótrúlega einbeitingu, orku og vilja til þess að vinna leikinn og ég sá það frá fyrstu mínútu að þeir mættu grimmir.“

City getur enn unnið þrennuna í ár. Liðið hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn og á möguleika á að vinna enska bikarinn og Meistaradeildina. Guardiola vonar að sigurinn í gær hjálpi til.

„Mögulega mun það hjálpa okkur. Við eigum erfitt tímabil fyrir höndum að ná í bikarana sem við stefnum á og við þurftum að vera hugrakkir til þess að taka ákvarðanir í kvöld [gær] því þeir eru besta pressulið sem ég hef séð á ævinni.“

„Við þurftum að vera vel samtengdir til þess að refsa þeim og það er það sem við gerðum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.