Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 06:17 Íbúar Tókýó hafa verið varaðir við því að kórónuveirufaraldurinn gæti náð sér aftur á strik í borginni. Ap/Eugene Hoshiko Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Flest hinna smituðu sýktust á öldurhúsum og skemmtistöðum. Alls voru 124 smit staðfest meðal íbúa höfuðborgarinnar í dag að sögn japanskra miðla. Það er mesti fjöldi sem mælst hefur í borginni frá því að undið var ofan af samfélagslegum takmörkunum vegna faraldursins í lok maí. Raunveruleg hætta er talin á að kórónuveiran nái vopnum sínum á ný í Tókýó. Ráðamenn borgarinnar létu þannig hafa eftir sér í nótt að íbúar megi fara að undirbúa sig undir smit á heimilum, vinnustöðum og hjúkrunarheimilum. Þarlendar sjúkrastofnanir hafi þegar fengið fyrirmæli um að búa sig undir fleiri innlagnir vegna faraldursins. Flest hinna nýju smita greindust, að sögn Japan Times, meðal fólks á þrítugs og fertugsaldri sem höfðu sótt skemmtistaði Tókýóborgar heim. Hin smituðu voru nær alfarið einkennalaus og ekkert þeirra hafði þróað með sér alvarleg sýkingareinkenni. Sem fyrr segir voru 124 smit greind í Tókýó í dag, föstudag, en þau voru 107 í gær. Ekki hafa fleiri smit greinst í höfuðborginni síðan 2. maí, þá voru þau 154 talsins. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Flest hinna smituðu sýktust á öldurhúsum og skemmtistöðum. Alls voru 124 smit staðfest meðal íbúa höfuðborgarinnar í dag að sögn japanskra miðla. Það er mesti fjöldi sem mælst hefur í borginni frá því að undið var ofan af samfélagslegum takmörkunum vegna faraldursins í lok maí. Raunveruleg hætta er talin á að kórónuveiran nái vopnum sínum á ný í Tókýó. Ráðamenn borgarinnar létu þannig hafa eftir sér í nótt að íbúar megi fara að undirbúa sig undir smit á heimilum, vinnustöðum og hjúkrunarheimilum. Þarlendar sjúkrastofnanir hafi þegar fengið fyrirmæli um að búa sig undir fleiri innlagnir vegna faraldursins. Flest hinna nýju smita greindust, að sögn Japan Times, meðal fólks á þrítugs og fertugsaldri sem höfðu sótt skemmtistaði Tókýóborgar heim. Hin smituðu voru nær alfarið einkennalaus og ekkert þeirra hafði þróað með sér alvarleg sýkingareinkenni. Sem fyrr segir voru 124 smit greind í Tókýó í dag, föstudag, en þau voru 107 í gær. Ekki hafa fleiri smit greinst í höfuðborginni síðan 2. maí, þá voru þau 154 talsins.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira