„Ef þetta verður svona í allt sumar gjaldfellir það mótið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 14:30 Valur verður væntanlega kominn sex stigum á undan Breiðabliki þegar Kópavogsliðið leikur næst í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/vilhelm Nú þegar hefur sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna verið frestað eftir að smit komu upp í liði Breiðabliks og Fylkis. Aðeins tveir af fimm leikjum í 4. umferðinni gátu farið fram og þremur af fimm leikjum í 5. umferðinni hefur einnig verið frestað. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga Pepsi Max marka kvenna, segir að ef ástandið vari lengi og það þurfi að fresta leikjum í allt sumar gjaldfelli það tímabilið. Hún segir jafnframt að frestanir á leikjum komi hvað verst við Breiðablik sem flestir búast við að berjist við Val um Íslandsmeistaratitilinn „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og veldur því að lið þurfa strax að elta. Það getur verið mjög dýrt fyrir Breiðablik, sem er í harðri samkeppni við Val, að missa út tvær vikur,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Valur og Breiðablik eru í sérflokki og að missa Valskonur fram úr sér núna er mjög slæmt fyrir Blika,“ bætti Bára við. Næst þegar Breiðablik spilar, gegn ÍBV í Eyjum 14. júlí, gæti liðið verið sex stigum á eftir Val. Stór hluti leikmannahóps KR er í sóttkví og næsti deildarleikur liðsins er ekki fyrr en 14. júlí. KR-ingar hafa farið illa af stað og tapað öllum þremur leikjum sínum. Sömu sögu er að segja af FH-ingum. „Ég held að þetta hafi mjög vond áhrif á FH og KR. Að mínu mati hafa þetta verið slökustu liðin til þessa. Það er ekki gott fyrir þessi lið að detta úr rútínu. Ég hefði haldið að þau yrðu betri með hverjum leik. En svo getur verið að þetta verði vítamínsprauta fyrir þessi lið,“ sagði Bára. Staðan er ekki ákjósanleg og sú spurning vaknar hvort frestanir og allt sem þeim fylgir gjaldfelli þetta tímabil. „Ef þetta er bara smá niðursveifla sem er svo búin held ég að þetta verði allt í lagi. En miðað við hvað smit komu fljótt upp hef ég áhyggjur af því að þetta verði gegnumgangandi í sumar. Og ef það verður gjaldfellir það mótið algjörlega,“ sagði Bára að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nú þegar hefur sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna verið frestað eftir að smit komu upp í liði Breiðabliks og Fylkis. Aðeins tveir af fimm leikjum í 4. umferðinni gátu farið fram og þremur af fimm leikjum í 5. umferðinni hefur einnig verið frestað. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga Pepsi Max marka kvenna, segir að ef ástandið vari lengi og það þurfi að fresta leikjum í allt sumar gjaldfelli það tímabilið. Hún segir jafnframt að frestanir á leikjum komi hvað verst við Breiðablik sem flestir búast við að berjist við Val um Íslandsmeistaratitilinn „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og veldur því að lið þurfa strax að elta. Það getur verið mjög dýrt fyrir Breiðablik, sem er í harðri samkeppni við Val, að missa út tvær vikur,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Valur og Breiðablik eru í sérflokki og að missa Valskonur fram úr sér núna er mjög slæmt fyrir Blika,“ bætti Bára við. Næst þegar Breiðablik spilar, gegn ÍBV í Eyjum 14. júlí, gæti liðið verið sex stigum á eftir Val. Stór hluti leikmannahóps KR er í sóttkví og næsti deildarleikur liðsins er ekki fyrr en 14. júlí. KR-ingar hafa farið illa af stað og tapað öllum þremur leikjum sínum. Sömu sögu er að segja af FH-ingum. „Ég held að þetta hafi mjög vond áhrif á FH og KR. Að mínu mati hafa þetta verið slökustu liðin til þessa. Það er ekki gott fyrir þessi lið að detta úr rútínu. Ég hefði haldið að þau yrðu betri með hverjum leik. En svo getur verið að þetta verði vítamínsprauta fyrir þessi lið,“ sagði Bára. Staðan er ekki ákjósanleg og sú spurning vaknar hvort frestanir og allt sem þeim fylgir gjaldfelli þetta tímabil. „Ef þetta er bara smá niðursveifla sem er svo búin held ég að þetta verði allt í lagi. En miðað við hvað smit komu fljótt upp hef ég áhyggjur af því að þetta verði gegnumgangandi í sumar. Og ef það verður gjaldfellir það mótið algjörlega,“ sagði Bára að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira