Íslenski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Dag­nýjar í ís­lensku deildinni í fimm ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir Mynd

Eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deild kvenna hefur Selfoss unnið FH og Stjörnuna í síðustu tveimur umferðum deildarinnar.

Eftir 2-0 sigur í Kaplakrika í síðustu viku mættu bikarmeistararnir á Samsung-völlinn í Garðabæ í gærkvöldi og unnu 4-1 stórsigur.

Staðan var orðin 3-0 eftir 28 mínútur. Dagný Brynjarsdóttir hafði þá skorað tvö mörk og Magdalena Anna Reimus eitt en þetta voru fyrstu mörk Dagnýjar með íslensku félagsliði síðan 2015.

Magdalena skoraði annað mark sitt og fjórða mark Selfoss á 64. mínútu en hin sextán ára Snædís María Jörunsdóttir minnkaði muninn áður en yfir lauk og lokatölur 4-1.

Selfyssingar töluðu opinskátt um það að þær ætluðu að berjast um báða titlana sem í boði eru og sigurinn í gær því ansi mikilvægur.

Yfirferð Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur um leikinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Selfoss skoraði fjögur í Garðabænum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×