Íslenski boltinn

Grétar hljóp lengst og fram­herjinn af frjáls­í­þrótta­ættunum spretti mest

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlaupatölurnar úr leiknum í Kópavogi á mánudagskvöldið.
Hlaupatölurnar úr leiknum í Kópavogi á mánudagskvöldið. vísir/s2s

Í þriðja sinn í sumar voru birtar hlaupatölur úr leik Pepsi Max-deildar karla en nú var komið að tölum úr leik Breiðabliks og Fjölnis sem fór fram á mánudagskvöldið.

Miðjumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson hljóp lengst í leiknum eða 11,77 kílómetra og það var einnig Fjölnismaður í öðru sæti en það var Arnar Breki Ástþórsson með 11,41 kílómetra.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, hljóp lengst í liði heimamanna eða 11,4 kílómetra og Oliver Sigurjónsson næst lengst eða 11,2 kílómetra.

Framherjinn Örvar Eggertsson sprettaði mest, eða 1395 metra, en Örvar er af miklum frjálsíþróttaættum og varð m.a bikarmeistari í hástökki síðasta sumar.

Bæði mamma hans og pabbi, þau Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason, eru margfaldir Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum.

Hraðast hljóp Ingibergur Kort Sigurðsson en hann náði tæplega 35 kílómetra hraða á klukkustund.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hlaupatölur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×