Erlent

Lagði hald á 14 tonn af af­meta­mín­töflum

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi framleitt efnin.
Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi framleitt efnin. Getty

Lögregla á Ítalíu hefur lagt hald á 14 tonn af amfetamíni sem framleitt var af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. 

Lögregla segir að aldrei áður hafi verið lagt hald á jafnmikið magn af afmetamíni í heiminum.

Í yfirlýsingu frá ítölsku lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 84 milljónir taflna og er markaðsvirði efnisins vera um milljarður evra, eða 156 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi.

Talið er að efnin hafi verið framleidd af liðsmönnum ISIS í Sýrlandi.

Efnin fundust í þremur gámum á hafnarsvæði Salerno, suður af Napoli. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.