Enski boltinn

Völdu drauma­lið leik­manna sem eru samnings­lausir í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani fagnar marki með PSG í vetur.
Cavani fagnar marki með PSG í vetur. vísir/getty

Ansi margir færir knattspyrnumenn renna út af samningi í sumar og Sky Sports ákvað þar af leiðandi að velja ellefu leikmenn í draumalið samningslausra leikmanna.

Joe Hart er í markinu en hann er einn af sjö leikmönnum enska boltans sem komast í liðið. Leikmenn Tottenham, Liverpool, Nice og Schalke mynda varnarlínuna.

David Silva er á leið burt frá Manchester City eftir tíu ára veru hjá félaginu og Mario Götze, sem margir bjuggust við svo miklu af, er á leið frá uppeldisfélaginu Dortmund.

Edinson Cavani mun væntanlega fá hausverk við að velja úr tilboðum sem hann mun fá í sumar en hann er á leið frá PSG. Hann myndar framlínuna ásamt þeim Ryan Fraser og Willian.

Liðið: Joe Hart (Burnley) - Nathaniel Clyne (Liverpool), Jan Vertonghen (Tottenham), Benjamin Stambouli (Schalke), Malang Sarr (Nice) - David Silva (Man. City), Mario Gotze (Dortmund), Adam Lallana (Liverpool) - Willian (Chelsea), Edinson Cavani (PSG), Ryan Fraser (Bournemouth).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.