Íslenski boltinn

„Jói Kalli virðist alla­vega hafa það í sér að honum er mein­illa við KR“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason fór yfir leiki umferðarinnar í gær.
Hjörvar Hafliðason fór yfir leiki umferðarinnar í gær. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að bræðraslagurinn milli Jóhannesar Karls og Bjarna Guðjónssonar í leiknum ÍA og KR á sunnudagskvöldið hafi verið saga leiksins.

Jóhannes Karl skaut föstum skotum í átt að KR-ingum og dómgæslunni eftir leikinn og það ekki í fyrsta skipti en hann hefur verið duglegur að skjóta á leikstíl KR-inga undanfarin ár.

Klippa: Viðtal við Jóhannes Karl

KR vann leikinn 2-1 eftir að hafa komist 1-0 yfir en rætt var um leikinn í Pepsi Max-tilþrifunum í gær þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir leiki umferðarinnar.

„Það er margt í þessu fyrir Jóa Kalla. Bróður hans er auðvitað á hinum bekknum. Þú getur ímyndað þér hversu mikið það ergir hann að tapa fyrir honum en það er gaman að Jói Kalli ber allavega virðingu fyrir rígnum á milli KR og Skagans,“ sagði Hjörvar í þættinum í gær.

„Kiddi Kjærnested [fyrrum form. knspd. KR] hefur getað náð í hvern einasta leikmann sem honum hefur langað í upp á Skaga síðustu tuttugu árin. Ef að þeir sjá missed call frá KR þessir Skagamenn þá eru þeir búnir að keyra í bæinn um leið. Jói Kalli virðist allavega hafa það í sér að honum er meinilla við KR.“

Hjörvar bætti því svo síðar í umfjöllunarefni þáttarins um leikinn að bræðraslagurinn hafi verið saga leiksins.

„Saga leiksins er auðvitað hvað Jóhannes Karl gjörsamlega þolir ekki að tapa fyrir þeim. Það var skemmtilegt að hann varla tók í höndina á Bjarna eftir leikinn. Hann henti inn einhverri tusku í hann,“ sagði Hjörvar og glotti við tönn.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Jóhannes Karl og KR


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.