Enski boltinn

Jóhann Berg ekki í leikmannahópi Burnley í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley. Vísir/Getty

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Burnley heimsækir Crystal Palace í 32. umferð deildarinnar. Á vefsíðu Burnley kemur fram að Jóhann Berg sé enn frá vegna meiðsla líkt og Robbie Brady, Ashley Barnes og Chris Wood.

Jóhann Berg hafði vonast til að ná leikjum liðsins eftir að deildin fór í langa pásu vegna kórónufaraldursins. Svo virðist sem hann sé ekki enn orðinn góður af meiðslum sínum en landsliðsmaðurinn hefur aðeins leikið sjö deildarleiki með Burnley á leiktíðinni.

Síðast lék Jóhann með Burnley þann 1. janúar síðastliðinn og enn lengist biðin eftir næsta leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.