Innlent

Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá lokuninni í dag.
Frá lokuninni í dag. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að loka hluta Vesturlandsvegar í eina til tvær klukkustundir frá klukkan 13:00 í dag til þess að rannsaka frekar banaslys sem varð á veginum á Kjalarnesi í gær. Tveir létust þegar bifhjól og húsbíll skullu saman.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að vegarkaflinn sem verður lokaður sé á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hafi ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi en öðrum vegfarendum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.

Ökumaður og farþegi á bifhjólinu létust í slysinu. Nýtt slitlag er sagt hafa verið á vegarkaflanum þar sem slysið varð og það hafi verið sérstaklega sleipt. Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa boðað til mótmæla við húsakynni Vegagerðarinnar á morgun en þau eiga að beinast gegn hættulegum vegköflum.Uppfært kl 15: Vinnu á vettvangi er lokið. Vegurinn hefur verið opnaður á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina

Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.