Umræða um stóra gervigrasmálið: Meiddist alvarlega þrisvar og í öll skiptin á gervigrasi Ísak Hallmundarson skrifar 27. júní 2020 08:00 ,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni. KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni.
KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira