Telur skimunartilraunina hafa mistekist algjörlega Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 21:59 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum sem starfaði á Covid-göngudeild Landspítalans, segir skimunina á Keflavíkurflugvelli hafa mistekist. Hann var gagnrýnin á þessa áætlun stjórnvalda þegar hún var kynnt en segir ljóst að aðferðin sem er notuð mun ekki ná að greina öll smit sem koma til landsins. Í gær greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta með veiruna eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli. Hún kom til landsins þann 17. júní frá Bandaríkjunum og spilaði leik við Selfoss degi síðar. Jón Magnús ræddi skimunina í Reykjavík síðdegis í dag. „Nákvæmlega það sem við sögðum kom í ljós. Við erum að nota aðferð til skimunar sem er ekki hugsuð sem skimunaraðferð, við erum að fara að missa af tilfellum og það þýðir, einmitt eins og gerðist núna því miður, að einstaklingar munu verða greindir fyrst neikvæðir í skimun og verða síðan jákvæðir og síðan þurfum við að rekja það allt til baka. Og það er akkúrat sem gerðist – því miður.“ Hann segir frekar hafa átt að skoða það að bíða með að létta á sóttkvíarreglum fyrir fólk sem kemur hingað til lands. Þannig hafi verið hægt að hafa betri yfirsýn og landið væri lengur „veirufrítt“. „Frekar að gera það sem hægt er, að styrkja innviðina þannig að við munum grípa áberandi tilfelli þegar það kemur. Við höfum greiningargetu á Íslandi, við höfum mjög skipulagt heilbrigðiskerfi sem getur tekið á móti þessum tilfellum – auðvitað var þetta erfitt en þetta gekk vel,“ segir Jón Magnús. Þá sé einnig verklag til staðar til þess að grípa þessi tilfelli ef rétt er staðið að því. Ekki sé hægt að koma í veg fyrir að fólk komi með smit hingað til lands, enda hafi faraldurinn ekki náð hámarki á heimsvísu. „Það sem skiptir mestu máli er að þegar eitthvað kemur, er að geta stoppað það strax.“ Hann segir klárt mál að fleiri smit komi upp á næstu dögum og vikum. Ekki sé hægt að spá fyrir um hversu mörg þau verða en þau munu koma upp. „Skimunin ein og sér er ekki að gera hlutina verri heldur erum við hreinlega að setja mjög mikið fjármagn og mjög mikla vinnu í tilraun sem hefur að mínu mati algjörlega mistekist,“ segir Jón Magnús sem telur tilfelli knattspyrnukonunnar sýna fram á galla í kerfinu. „Strax erum við að sjá gloppurnar í kerfinu. Eins snemma og hægt var að sjá galla, þá sáum við galla í kerfinu. Persónulega finnst mér að tilraunin sé alveg búin að afsanna sig. Við ættum að setja meiri pening í að geta greint tilfelli snemma þegar þau koma til landsins, því við munum ekki stoppa það, og hafa þá innviði til þess að hleypa aftur af stað þeim viðbrögðum sem að við höfðum á sínum tíma.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Víðir segir að karlalið Breiðabliks þurfi ekki að fara í sóttkví Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að karlalið Breiðabliks í fótbolta þurfi ekki að fara í sóttkví. Það hafi komið í ljós eftir smitrakningu. 26. júní 2020 20:42 Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður ,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“ 26. júní 2020 19:30 Ósáttur með að leikmaðurinn væri nafngreindur | Gerði allt rétt Þjálfari Breiðabliks skilur ekki hvernig fjölmiðlar vissu um málið fimm mínútum á eftir sér. Segir að það sé lítið að gera en að bíða og vona að enginn annar hafi smitast. 26. júní 2020 13:47 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum sem starfaði á Covid-göngudeild Landspítalans, segir skimunina á Keflavíkurflugvelli hafa mistekist. Hann var gagnrýnin á þessa áætlun stjórnvalda þegar hún var kynnt en segir ljóst að aðferðin sem er notuð mun ekki ná að greina öll smit sem koma til landsins. Í gær greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta með veiruna eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli. Hún kom til landsins þann 17. júní frá Bandaríkjunum og spilaði leik við Selfoss degi síðar. Jón Magnús ræddi skimunina í Reykjavík síðdegis í dag. „Nákvæmlega það sem við sögðum kom í ljós. Við erum að nota aðferð til skimunar sem er ekki hugsuð sem skimunaraðferð, við erum að fara að missa af tilfellum og það þýðir, einmitt eins og gerðist núna því miður, að einstaklingar munu verða greindir fyrst neikvæðir í skimun og verða síðan jákvæðir og síðan þurfum við að rekja það allt til baka. Og það er akkúrat sem gerðist – því miður.“ Hann segir frekar hafa átt að skoða það að bíða með að létta á sóttkvíarreglum fyrir fólk sem kemur hingað til lands. Þannig hafi verið hægt að hafa betri yfirsýn og landið væri lengur „veirufrítt“. „Frekar að gera það sem hægt er, að styrkja innviðina þannig að við munum grípa áberandi tilfelli þegar það kemur. Við höfum greiningargetu á Íslandi, við höfum mjög skipulagt heilbrigðiskerfi sem getur tekið á móti þessum tilfellum – auðvitað var þetta erfitt en þetta gekk vel,“ segir Jón Magnús. Þá sé einnig verklag til staðar til þess að grípa þessi tilfelli ef rétt er staðið að því. Ekki sé hægt að koma í veg fyrir að fólk komi með smit hingað til lands, enda hafi faraldurinn ekki náð hámarki á heimsvísu. „Það sem skiptir mestu máli er að þegar eitthvað kemur, er að geta stoppað það strax.“ Hann segir klárt mál að fleiri smit komi upp á næstu dögum og vikum. Ekki sé hægt að spá fyrir um hversu mörg þau verða en þau munu koma upp. „Skimunin ein og sér er ekki að gera hlutina verri heldur erum við hreinlega að setja mjög mikið fjármagn og mjög mikla vinnu í tilraun sem hefur að mínu mati algjörlega mistekist,“ segir Jón Magnús sem telur tilfelli knattspyrnukonunnar sýna fram á galla í kerfinu. „Strax erum við að sjá gloppurnar í kerfinu. Eins snemma og hægt var að sjá galla, þá sáum við galla í kerfinu. Persónulega finnst mér að tilraunin sé alveg búin að afsanna sig. Við ættum að setja meiri pening í að geta greint tilfelli snemma þegar þau koma til landsins, því við munum ekki stoppa það, og hafa þá innviði til þess að hleypa aftur af stað þeim viðbrögðum sem að við höfðum á sínum tíma.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Víðir segir að karlalið Breiðabliks þurfi ekki að fara í sóttkví Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að karlalið Breiðabliks í fótbolta þurfi ekki að fara í sóttkví. Það hafi komið í ljós eftir smitrakningu. 26. júní 2020 20:42 Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður ,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“ 26. júní 2020 19:30 Ósáttur með að leikmaðurinn væri nafngreindur | Gerði allt rétt Þjálfari Breiðabliks skilur ekki hvernig fjölmiðlar vissu um málið fimm mínútum á eftir sér. Segir að það sé lítið að gera en að bíða og vona að enginn annar hafi smitast. 26. júní 2020 13:47 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Víðir segir að karlalið Breiðabliks þurfi ekki að fara í sóttkví Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að karlalið Breiðabliks í fótbolta þurfi ekki að fara í sóttkví. Það hafi komið í ljós eftir smitrakningu. 26. júní 2020 20:42
Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður ,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“ 26. júní 2020 19:30
Ósáttur með að leikmaðurinn væri nafngreindur | Gerði allt rétt Þjálfari Breiðabliks skilur ekki hvernig fjölmiðlar vissu um málið fimm mínútum á eftir sér. Segir að það sé lítið að gera en að bíða og vona að enginn annar hafi smitast. 26. júní 2020 13:47