Innlent

Lög­maður eig­andans segir brunann harm­leik en gagn­rýnir Eflingu harð­lega

Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Þrír létust í brunanum.
Þrír létust í brunanum. Vísir/Vilhelm

Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. Hann segist þó hugsi yfir ummælum Eflingar varðandi aðbúnað.  

Skúli Sveinsson, lögmaður eigenda fyrirtækisins HD verks segir í samtali við fréttstofu að húsið sé allt í eigu sama eiganda. Þar hafi verið leigðar út íbúðir á annarri og þriðju hæð.

Hann gagnrýnir harðlega málflutning verkalýðsfélagsins Eflingar sem sagði í gær að félagi hafi lengi haft áhyggjur af aðbúnaði erlendra verkamanna í húsinu.

„Það er með nokkrum ólíkindum að Efling hafi tjáð sig með þessum hætti án þess að vita um málsatvik. Maður er hugsi yfir framferði verkalýðsfélagsins,“ segir Skúli.

Skúli segir að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við brunavarnir hússin en að þó hafi verið gera athugasemdir við að jarðhæð hússins væri enn skráð sem leikskóli, sem áður var starfræktur þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rannsakaði vettvang í dag.

Skúli segir HD verk ekki hafa nein tengsl við starfsmannaleigu og að fyrirtækið hafi ekki erlenda verkamenn á sínum snærum. Fyrirtækið sé fasteignafélag.

Aðspurður um aðgerðir slökkviliðs, lögreglu og skattayfirvalda í húsnæði fyrirtækisins við Dalveg 24 í byrjun mánaðarins segir Skúli að unnið sé að því að gera úrbætur á þeim athugasemdum sem þar komu fram.


Tengdar fréttir

Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær

Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.