Íslenski boltinn

Valskonur elta Breiðablik og skoruðu sex og Stjarnan tryggði sér góðan sigur undir lokin | Sjáðu öll mörk gærkvöldsins

Ísak Hallmundarson skrifar
Valskonur gefa ekkert eftir í toppbaráttunni.
Valskonur gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. vísir/vilhelm

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur lék sama leik og Breiðablik kvöldið áður og skoraði sex mörk á heimavelli. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Valsara - líkt og Berglind Björg gerði fyrir Breiðablik á þriðjudaginn. Stjarnan sigraði ÍBV 1-0 í Vestmannaeyjum.

Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með að verða fyrsta liðið til að vinna Þór/KA á þessu tímabili í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hlín Eiríksdóttir skoraði eins og áður segir þrennu í glæsilegum 6-0 sigri.

Hlín kom Val yfir úr fyrsta skoti leiksins, eftir tíu mínútna leik, og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi af sinni hálfu. Hún bætti við öðru marki fyrir hálfleik og var staðan í hálfleik 2-0. 

Í seinni hálfleik fullkomnaði Hlín þrennuna og Elín Metta Jensen bætti við tveimur mörkum fyrir Val áður en Dóra María Lárusdóttir kórónaði glæsilega frammistöðu Vals með frábæru marki í uppbótartíma.

Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann 1-0 sigur á ÍBV í gærkvökd. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur hjá báðum liðum. Bæði lið komust í fín færi en vantaði herslumuninn á að klára þau.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Ágætisfæri sem voru illa nýtt. Það dró svo til tíðinda á 84. mínútu leiksins þegar að María Sól Jakobsdóttir kom Stjörnunni yfir og tryggði þeim eins marks sigur. 

Yfirferð Guðjóns Guðmundssonar um leikina má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörkin í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×