Ætla að spila skemmtilegan sóknarbolta í sumar | Leiknir F. mætir Pepsi Max liði Stjörnunnar í kvöld Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 14:00 Brynjar stýrði Leikni til sigurs í 2. deildinni í fyrra. mynd/Austurfrétt Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar. Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar.
Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn