Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 23:56 Gjá hefur oft verið á milli þess sem lýðheilsusérfræðingar Bandaríkjastjórnar eins og Anthony Fauci (t.h.) og Deborah Birx (t.v.) segja um kórónuveirufaraldurinn og þess sem Trump heldur reglulega fram. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni voru sérfræðingarnar með andlitsgrímur til smitvarna en Trump og pólitískir embættismenn slepptu því, þrátt fyrir tilmæli um að fólk noti grímur. Vísir/EPA Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum. Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Hvergi hafa fleiri látið lífið eða greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum en í Bandaríkjunum. Nú eru fleiri en 85.000 manns látnir en engu að síður er víða byrjað að slaka á takmörkunum. Ríkisstjórn Trump hefur verið sökuð um að vanrækja skyldur sínar og kastað dýrmætum tíma sem hefði þurft að fara í undirbúning fyrir faraldurinn á glæ. Þá hefur forsetinn farið með aragrúa rangfærslna um faraldurinn, veiruna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann meðal annars ítrekað haldið því ranglega fram að allir sem það vilji komist í sýnatöku vegna veirunnar og að veiran gæti horfið eins og fyrir kraftaverk með vorinu. Mesta athygli vakti þó þegar Trump spurði lýðheilsusérfræðinga sína á blaðamannafundi að því hvort hægt væri að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta það með bleikiefni til að drepa veiruna. Trump hefur einnig gert ákvarðanir einstakra ríkja Bandaríkjanna um að hvernig og hversu hratt eigi að slaka á takmörkunum að pólitísku bitbeini. Ríkisstjórn hans hefur reynt að varpa ábyrgðinni á hvernig eigi að létta á aðgerðum yfir á einstök ríki. Hann hefur jafnvel hvatt ríkisstjóra til þess að aflétta takmörkunum í trássi við leiðbeiningar sem alríkisstjórnin sem hann stýrir gaf út. Heltekin af töfralausnum Í leiðara breska læknaritsins Lancet, eins elsta læknarits í heimi, fer ritstjórnin hörðum orðum um viðbrögð Trump við faraldrinum. Hún sakar ríkisstjórn Trump um að grafa undan helstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem hafi nú aðeins „málamynda“ hlutverk. CDC sleppur þó ekki við gagnrýni Lancet sem segir stofnunina hafa klúðrað dreifingu á nýju prófi fyrir veirunni á fyrstu vikum faraldursins sem tafði verulega skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum á mikilvægum tíma. Enn séu Bandaríkin illa búin undir það að greina sýni og rekja smit. „Ríkisstjórnin er heltekin af töfralausnum: bóluefnum, nýjum lyfjum eða voninni um að veiran eigi bara eftir að hverfa,“ segir í leiðaranum. Það sé hins vegar aðeins grundvallaratriði lýðheilsumála eins og skimanir, smitrakning og einangrun sem eigi eftir að skila árangri gegn faraldrinum. Til þess þurfi skilvirka landsáætlun í lýðheilsumálum. Afar óvanalegt er sagt að læknarit eins og Lancet lýsi svo sterkum skoðunum á stjórnmálum. Washington Post segir að það sé til marks um að vísindasamfélagið hafi vaxandi áhyggjur af því að hættulegum pólitískum klofningi varðandi vísindi í faraldrinum. „Bandaríkjamenn ættu að koma forseta í Hvíta húsið í janúar 2021 sem skilur að lýðheilsa ætti ekki að stjórnast af flokkapólitík,“ segir í leiðaranum.
Heilbrigðismál Vísindi Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent