Íslenski boltinn

Tólf úrvalsdeildarlið gætu komist í sextán liða úrslitin í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar unnu Mjólkurbikarinn í fyrrasumar og fönguðu með viðeigandi hætti.
Víkingar unnu Mjólkurbikarinn í fyrrasumar og fönguðu með viðeigandi hætti. Vísir/Vilhelm

32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu hefjast í dag og þau gætu orðið söguleg fyrir liðin sem eru nú að koma inn í aðalkeppnina.

Enginn leikur á milli Pepsi Max deildarliðanna er í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla að þessu sinni og því gætu öll tólf liðin í Pepsi Max deildinni komist áfram í næstu umferð bikarsins.

Frá því að úrvalsdeildin varð að tólf liða deild sumarið 2008 hefur það aldrei komið fyrir að öll tólf liðin úr efstu deild komist í gegnum fyrstu umferðina og verði í pottinum í sextán liða úrslitum.

Oft eru það innbyrðis leikir liðanna í úrvalsdeildinni sem ráða því en að þessu sinni fór drátturinn þannig að liðin tólf mæta öll liðum úr neðri deildunum.

Metið er sex ára gamalt en ellefu Pepsi deildar lið voru með í sextán liða úrslitunum sumarið 2014. KR og FH mættust þá í 32 liða úrslitunum og mark Baldurs Sigurðssonar tryggði KR 1-0 sigur.

Sex Pepsi Max deildarlið mæta liðum úr Lengjudeildinni (Breiðablik, Sjarnan, FH, HK, KA, Víkingur R.), tvö mæta liðum úr 2. deildinni (Fjölnir og ÍA), tvö lið mæta liðum úr 3. deildinni (KR og Grótta) og tvö lið mætir liði úr 4. deildinni (Valur og Fylkir).

Lið úr úrvalsdeild karla í 16 liða úrslitum bikarsins:

  • 2020: ?
  • 2019: 10 lið (öll nema Valur og Stjarnan)
  • 2018: 10 lið (Keflavík og Fylkir)
  • 2017: 9 lið (Víkingur Ó., Breiðablik og KA)
  • 2016: 9 lið (Víkingur Ó., Fjölnir og KR)
  • 2015: 9 lið (Keflavík, Leiknir R. og ÍA)
  • 2014: 11 lið (FH)
  • 2013: 9 lið (Valur, Keflavík og Þór Ak.)
  • 2012: 9 lið (ÍA, FH og Keflavík)
  • 2011: 10 lið (Fylkir og Stjarnan)
  • 2010: 8 lið (Breiðablik, Selfoss, Haukar og ÍBV)
  • 2009: 9 lið (Fjölnir, Stjarnan og Þróttur R.)
  • 2008: 10 lið (Þróttur R. og ÍA)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×