ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2020 12:34 Páll Viðar Gíslason mætti með Coolbet-derhúfu í viðtal hjá Fótbolta.net. Alvaro Montejo gerði slíkt hið sama. skjáskot/fótbolti.net/thorsport.is „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. Tveir leikmenn og þjálfari Þórs mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net með derhúfu á höfðinu, merkta Coolbet. Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina. Þórsarar með derhúfu í viðtölum eftir leik sem líklega einhverju skilar í kassann. pic.twitter.com/3sNGPPgs8W— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 19, 2020 Skaðar málið ímynd knattspyrnunnar? Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, baðst undan viðtali í morgun og sagði Þórsara ætla að ræða saman síðar í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði málið til skoðunar hjá sambandinu. Eitt af því sem kemur til greina er að Klara vísi málinu til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það hafi skaðað ímynd knattspyrnunnar. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Ég held að það séu nú engin fordæmi fyrir máli sem þessu svo við erum að skoða reglugerðir sambandsins og slíkt, til að átta okkur á hvernig þetta mál snýr. Þetta lítur út fyrir að vera brot á landslögum,“ segir Klara við Vísi. Þó að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hafi ekki beitt sér fyrir breytingum á þessum lögum er ljóst að það angrar ýmsa að íþróttafélögin geti ekki nýtt sér áhuga erlendra veðmálafyrirtækja á samstarfi. „Þetta eru lögin í landinu og við höfum ekki verið að ýta við þeim. En þessi staða fer vissulega í taugarnar á manni. Maður myndi vilja að annað hvort væri betur lokað á þetta – að ekki væri hægt að nota erlendar veðmálasíður á Íslandi eins auðveldlega og í dag, og þar af leiðandi færu meiri peningar í gegnum Íslenska getspá sem myndu skila sér til íþróttafélaganna – eða þá að þetta væri alveg opið,“ segir Birgir. „Ekki það sem ÍTF stendur fyrir“ Birgir tekur undir að það sé ansi óheppilegt að þetta mál komi upp núna, rúmum hálfum mánuði eftir að ÍTF, sem eru samtök félaga í efstu deildum Íslands, undir markaðsréttindasamning við Íslenskar getraunir. Þó sjálfsagt hafi það ekki verið tilgangur Þórsara má segja að þeir hafi gefið ÍG langt nef með því að auglýsa Coolbet eftir fyrsta leik sinn í hinni nýju Lengjudeild: „Þetta er kannski ekki samningsbrot, því það er bara ólöglegt í landinu að auglýsa erlendar veðmálasíður. Maður býr ekki til samning og reiknar með því að menn brjóti landslög. Þetta hefur því ekki áhrif á samninginn sem slíkan, en það er óheppilegt að svona komi upp í fyrstu umferð. Við fordæmum þetta, og þetta er ekki það sem ÍTF stendur fyrir,“ segir Birgir. Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Tengdar fréttir Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. Tveir leikmenn og þjálfari Þórs mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net með derhúfu á höfðinu, merkta Coolbet. Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina. Þórsarar með derhúfu í viðtölum eftir leik sem líklega einhverju skilar í kassann. pic.twitter.com/3sNGPPgs8W— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 19, 2020 Skaðar málið ímynd knattspyrnunnar? Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, baðst undan viðtali í morgun og sagði Þórsara ætla að ræða saman síðar í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði málið til skoðunar hjá sambandinu. Eitt af því sem kemur til greina er að Klara vísi málinu til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það hafi skaðað ímynd knattspyrnunnar. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Ég held að það séu nú engin fordæmi fyrir máli sem þessu svo við erum að skoða reglugerðir sambandsins og slíkt, til að átta okkur á hvernig þetta mál snýr. Þetta lítur út fyrir að vera brot á landslögum,“ segir Klara við Vísi. Þó að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hafi ekki beitt sér fyrir breytingum á þessum lögum er ljóst að það angrar ýmsa að íþróttafélögin geti ekki nýtt sér áhuga erlendra veðmálafyrirtækja á samstarfi. „Þetta eru lögin í landinu og við höfum ekki verið að ýta við þeim. En þessi staða fer vissulega í taugarnar á manni. Maður myndi vilja að annað hvort væri betur lokað á þetta – að ekki væri hægt að nota erlendar veðmálasíður á Íslandi eins auðveldlega og í dag, og þar af leiðandi færu meiri peningar í gegnum Íslenska getspá sem myndu skila sér til íþróttafélaganna – eða þá að þetta væri alveg opið,“ segir Birgir. „Ekki það sem ÍTF stendur fyrir“ Birgir tekur undir að það sé ansi óheppilegt að þetta mál komi upp núna, rúmum hálfum mánuði eftir að ÍTF, sem eru samtök félaga í efstu deildum Íslands, undir markaðsréttindasamning við Íslenskar getraunir. Þó sjálfsagt hafi það ekki verið tilgangur Þórsara má segja að þeir hafi gefið ÍG langt nef með því að auglýsa Coolbet eftir fyrsta leik sinn í hinni nýju Lengjudeild: „Þetta er kannski ekki samningsbrot, því það er bara ólöglegt í landinu að auglýsa erlendar veðmálasíður. Maður býr ekki til samning og reiknar með því að menn brjóti landslög. Þetta hefur því ekki áhrif á samninginn sem slíkan, en það er óheppilegt að svona komi upp í fyrstu umferð. Við fordæmum þetta, og þetta er ekki það sem ÍTF stendur fyrir,“ segir Birgir.
Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Tengdar fréttir Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00
Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20