Íslenski boltinn

Kópavogsliðin með jafnmörg stig og öll liðin frá Reykjavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar fagna hér einu af mörgum mörkum sínum í sumar.
Blikar fagna hér einu af mörgum mörkum sínum í sumar. Vísir/Daníel Þór

Reykjavík er með fimm lið í Pepsi Max deild karla í sumar eða þremur fleiri en Kópavogur og þar á meðal eru lið Vals, KR og Víkinga sem ætluðu sér stóra hluti í sumar.

Það kemur þó ekki í veg fyrir það að þessi fimm Reykjavíkurlið hafa ekki fengið fleiri stig en Kópavogsliðin tvö og hafa enn fremur skorað einu marki minna. Það munar síðan ellefu mörkum á markatölunni.

Breiðablik er með fullt hús á toppnum ásamt nágrannaliðunum úr FH og Stjörnunni. Markatala Blika er 4-0 og eru Blikarnir því búnir að halda marki sínu hreinu í báðum leikjum.

HK vann síðan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum en hafði áður tapað naumlega 3-2 á móti FH. HK er því með 3 stig og tvö mörk í plús.

Kópavogsliðin tvö eru samtals með 9 stig og markatöluna 9-3 eða sex mörk í plús. Á móti hafa Reykjavíkurliðin fimm náð samanlagt í 9 stig og markatala þeirra er aðeins 8-13 eða fimm mörk í mínus.

Kópavogur og Reykjavík í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildar karla 2020:

  • Liðin frá Kópavogi = 9 stig og 9 mörk
  • Breiðablik 6 stig (Markatala: 4-0)
  • HK 3 stig (5-3)
  • Liðin frá Reykjavík = 9 stig og 8 mörk
  • Valur 3 stig (3-1)
  • KR 3 stig (1-3)
  • Víkingur R. 2 stig (1-1)
  • Fjölnir 1 stig (2-5)
  • Fylkir 0 stig (1-3)


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.