Ætla að senda eigin áróðursbæklinga suður Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 07:11 Verkamenn í Norður-Kóreu undirbúa áróðursbæklingana sem einræðsstjórn Kim Jong Un hefur heitið að senda yfir landamærin til suðurs. AP/KCNA Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent