Íslenski boltinn

Stórsigur Keflavíkur í fyrsta leik - María tryggði ÍA stig

Sindri Sverrisson skrifar
Sindri Þór Guðmundsson skoraði eitt af mörkum Keflavíkur í kvöld.
Sindri Þór Guðmundsson skoraði eitt af mörkum Keflavíkur í kvöld. mynd/keflavík

Keflavík hóf tímabilið með látum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur R. gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Lengjudeild kvenna, í sínum fyrsta leik eftir viðskilnaðinn við HK.

Varnarmaðurinn Nacho Heras, sem skoraði þrennu fyrir Keflvíkinga í bikarleik á dögunum, skoraði fyrsta markið gegn Aftureldingu í kvöld, í 5-1 sigri. Adam Árni Róbertsson, Sindri Þór Guðmundsson, Josep Gibbs og Helgi Þór Jónsson skoruðu hin mörkin fyrir Keflavík en Alejandro Zambrano fyrir Aftureldingu, þegar hann minnkaði muninn í 4-1 um miðjan seinni hálfleik. Fyrr í kvöld vann Þór 2-1 sigur gegn Grindavík í fyrsta leik tímabilsins í deildinni.

Víkingur virtist ætla að landa sigri í sínum fyrsta leik á tímabilinu í Lengjudeild kvenna, en Nadía Atladóttir kom liðinu yfir gegn ÍA eftir hálftíma leik. María Björk Ómarsdóttir náði hins vegar að jafna metin fyrir gestina á síðustu stundu, í uppbótartíma. Skagakonum er spáð 3. sæti í deildinni í sumar en Víkingum 6. sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×