Dæmdi norskan lögreglumann í 21 árs fangelsi fyrir spillingu og fíkniefnainnflutning Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 07:25 Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu ár, en Eirik Jensen hefur neitað öllum sakargiftum. EPA Áfrýjunardómstóll í Borgarþingi í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir spillingu og aðild að smygli á um 13,9 tonnum af hassi til Noregs. NRK segir frá þessu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Rétturinn staðfesti með þessu dóm lægra dómstigs, en einnig réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Dómurinn yfir Capellen var mildaður um tvö ár, úr fimmtán í þrettán ár. Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu ár, en Jensen hefur neitað öllum sakargiftum. Brot Jensen eiga að hafa staðið yfir tuttugu ára tímabil. Í dómsorðum kemur fram að 1.418.000 norskar krónur, sem fundust í eigu Jensen skulu gerð upptæk. Samsvarar það rúmar tuttugu milljónir íslenskra króna. Jensen var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins. Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Borgarþingi í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir spillingu og aðild að smygli á um 13,9 tonnum af hassi til Noregs. NRK segir frá þessu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Rétturinn staðfesti með þessu dóm lægra dómstigs, en einnig réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Dómurinn yfir Capellen var mildaður um tvö ár, úr fimmtán í þrettán ár. Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu ár, en Jensen hefur neitað öllum sakargiftum. Brot Jensen eiga að hafa staðið yfir tuttugu ára tímabil. Í dómsorðum kemur fram að 1.418.000 norskar krónur, sem fundust í eigu Jensen skulu gerð upptæk. Samsvarar það rúmar tuttugu milljónir íslenskra króna. Jensen var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins.
Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira