Norskur lögreglumaður hlaut 21 árs dóm fyrir spillingu og aðild að stórfelldu smygli Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2017 14:38 Eirik Jensen í dómsal í Ósló í morgun. Vísir/AFP Dómstóll í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir aðild að smygli á um 14 tonnum af hassi til landsins og spillingu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Frá þessu greinir NRK.Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði. Jensen neitaði sakargiftum en dómarinn Kim Hegar sagði það ekkert vafamál að Jensen hafi átt þátt í smyglinu. Í dómnum segir að brot Jensen hafi staðið yfir tuttugu ára tímabil. Einnig var réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Ákæruliðurinn sem sneri að spillingu kvað á um að Jensen hafi þegið dýrmætt úr og fleira í skiptum fyrir að aðstoða glæpamenn. Cappelen hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í málinu. Saksóknari hafði farið fram á átján ára dóm. Lögreglumaðurinn fyrrverandi var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnNorskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í málinu. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins.Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í janúar.Í fyrri frétt Vísis um málið frá í janúar sagði frá því þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í réttarsal. Þeir höfðu þá ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vildu meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen sagði hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í mútur Degi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hélt því fram við yfirheyrslur að hann hafi fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar fullyrtu að Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Dómstóll í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir aðild að smygli á um 14 tonnum af hassi til landsins og spillingu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Frá þessu greinir NRK.Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði. Jensen neitaði sakargiftum en dómarinn Kim Hegar sagði það ekkert vafamál að Jensen hafi átt þátt í smyglinu. Í dómnum segir að brot Jensen hafi staðið yfir tuttugu ára tímabil. Einnig var réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Ákæruliðurinn sem sneri að spillingu kvað á um að Jensen hafi þegið dýrmætt úr og fleira í skiptum fyrir að aðstoða glæpamenn. Cappelen hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í málinu. Saksóknari hafði farið fram á átján ára dóm. Lögreglumaðurinn fyrrverandi var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnNorskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í málinu. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins.Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í janúar.Í fyrri frétt Vísis um málið frá í janúar sagði frá því þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í réttarsal. Þeir höfðu þá ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vildu meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen sagði hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í mútur Degi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hélt því fram við yfirheyrslur að hann hafi fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar fullyrtu að Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða.
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira