Erlent

Stór jarðskjálfti undan ströndum Nýja-Sjálands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjálftinn varð um 500 kílómetrum undan ströndum Nýja-Sjálands.
Skjálftinn varð um 500 kílómetrum undan ströndum Nýja-Sjálands. Mynd/Skáskot

Stór jarðskjálfti sem fyrstu tölur gefa til kynna að hafi verið 7,4 stig að stærð skall á undan ströndum Nýja-Sjálands fyrir skömmu. Íbúar við strandlengjuna efst á Norðureyju Nýja-Sjálands voru beðnir um að koma sér hærra í landi á meðan metið var hvort hætta hafi verið á flóðbylgju.

Jarðskjálftamælar námu jarðskjálftann klukkan 00.49 að staðartíma á 33 kílómetra dýpi í hafinu um 500 kílómetra undan ströndum Nýja-Sjálands.

Í frétt Radio New Zealand segir að almannavarnir hafi strax hafið vinnu við að meta hvort hætta sé á að flóðbylgja skelli á efsta hluta Norðureyjunnar, og voru íbúar við strandlengjuna því beðnir um að halda hærra í land.

Það virðist þó vera mat almannavarna í Nýja-Sjálandi að engin hætta sé á flóðbylgju vegna jarðskjálftans sem er einn sá stærsti í grennd við Nýja Sjáland frá jarðskjálftanum mannskæða í grennd við Cristchurch árið 2011.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×