Engin mistök komið upp í 9000 leikjum en gæti nú kostað Sheffield United sæti í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 08:30 Mun þetta atvik halda Sheffield frá Meistaradeildinni og Aston Villa í úrvalsdeildinni? Matthew Ashton/Getty Images Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30