Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 07:30 David Luiz fékk beint rautt spjald í leik Arsenal og Man City í gær. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn