Erlent

Öryggisverðir Boris Johnson óku aftan á bíl forsætisráðherrans

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra varð ekki meint af.
Boris Johnson forsætisráðherra varð ekki meint af. Vísir/EPA

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, lenti í óhappi eftir þingfund á breska þinginu í dag. Eftir að fyrirspurnatíma var lokið ákvað forsætisráðherrann að aka þá stuttu vegalengd sem er á milli þingsins og Downingstrætis 10 húsnæðis forsætisráðuneytisins.

Þegar Jaguar-bifreið Johnson yfirgaf bílastæði þingsins hljóp hópur mótmælenda fyrir bílinn og hemlaði ökumaðurinn í snatri. Við það ók Range Rover bifreið öryggisvarða forsætisráðherrans aftan á bifreiðina.

Engum varð meint af óhappinu en stærðarinnar dæld myndaðist aftan á bíl Johnson. Talsmaður Johnson staðfesti í samtali við CNN að um væri að ræða bíl forsætisráðherrans og að hann hafi verið um borð þegar atvikið varð. Ekki hefur verið tilkynnt um meiðsli.

Lögreglan í London segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að stöðva umferð með þessum hætti, ökutækin sem voru viðriðin óhappið voru í lagi og hægt var að aka á þeim burt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×