Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2020 12:00 Frá aðgerðum í fyrradag þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30
Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34
Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30