„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 15:30 Víðir og Þórólfur stöppuðu stálinu í landsmenn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. Í máli þeirra kom fram að þrátt fyrir að ákveðið bakslag hafi átt sér stað undanfarna daga hafi mátt búast við því, áfram þyrfti að halda á sömu braut og áður. Á fundinum kom fram að einn Íslendingur búsettur erlendis hafi greinst með virkt smit við komuna hingað til lands í gær. Þá var sagt frá því að útlit sé fyrir að Rúmenarnir sem handteknir voru á dögunum og reyndust smitaðir af veirunni hafi smitað lögregluþjón á Suðurlandi. Ræddu Þórólfur og Víðir því að um ákveðið bakslag hafi átt sér stað, það ætti þó ekki að koma að sök. „Það virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid sem við höfum verið í undanafarið. Enda höfum við svo sem sagt það að við munum fá einstaka smit og jafn vel litlar hópsýkingar. Dæmin um erlendu ferðamennina um síðustu helgi sýnir í rauninni mikilvægi þess að skima hér á landamærum og mikilvægi þess að meina einstaklingum inngöngu í landið ef sýnt þykir að þeir muni ekki virða sóttkví eða fyrirmæli yfirvalda,“ sagði Þórólfur. Skerpa á því hvernig beri að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu Skimanir hafa farið fram á Keflavíkurflugvelli í dag og í gær, auk þess sem að um 80 farþegar fóru í skimun á Seyðisfirði í dag við komuna með Norrænu. Fréttastofu hafa borist einhverjar ábendingar um að einhverjir af þeim sem komu í gær hafi ekki haldið sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöður úr skimuninni, og blandað geði við aðra í miðborg Reykjavíkur. Þórólfur segir að skerpa þurfi á því hvernig eigi að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Þórólfur Guðnason.Vísir/Vilhelm „Það vantar svolítið upp á það hjá okkur að skerpa á því við fólk sem fer í sýnatöku að það hagi sér eins og það sé í sóttkví þangað til það fær niðurstöðu úr prófinu. Það er mjög mikilvægt að það sé haft í huga og það kann að vera að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta en við erum að bæta úr því núna,“ sagði Þórólfur. Óþolandi bakslag en mikilvægt að halda áfram á sömu braut og áður Þá minnti Víðir á að ekki gengi upp fyrir þá sem koma til landsins að faðma þá sem koma að sækja þá á flugvellinum, vegna smithættu. Bíða þyrfti með faðmlög í það minnsta þangað til niðurstöður úr skimun væru komnar. Bætti Þórólfur við að þrátt fyrir að faraldurinn væri í lágmarki hér þyrfti nú sem endranær að virða þau viðmið sem hafi verið í hávegum höfð hér á landi. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að það geti komið upp svona smit aftur og það á ekki að koma á óvart en við verðum bara að standa okkur í þessum grunnprinsippum sem við höfum verið að beita til þessa og hefur skilað þessum góða árangri sem við höfum náð. Það er í raun það sem við getum gert,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir átti svo lokaorðin, minnti landsmenn á grunnprinsippinn sem Þórólfur minntist á. Sagði hann að landsmenn yrðu hreinlega að gíra sig upp. „Þetta er auðvitað ákveðið bakslag núna síðustu daga að einhverju leyti sem er óþægileg og óþolandi en við verðum að gíra okkur upp, við verðum að halda áfram núna. Við verðum að vinna þetta saman. Það eru þessi einföldu atriði sem að skipta öllu máli. Það er handþvotturinn, það er handspritt, það er að þrífa sameiginlega snertifleti. Ef að þú ert veikur ekki mæta í vinnuna og höldum áfram á þeirri braut þá mun þetta ganga hjá ykkur og þetta mun vera áfram í okkar höndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. Í máli þeirra kom fram að þrátt fyrir að ákveðið bakslag hafi átt sér stað undanfarna daga hafi mátt búast við því, áfram þyrfti að halda á sömu braut og áður. Á fundinum kom fram að einn Íslendingur búsettur erlendis hafi greinst með virkt smit við komuna hingað til lands í gær. Þá var sagt frá því að útlit sé fyrir að Rúmenarnir sem handteknir voru á dögunum og reyndust smitaðir af veirunni hafi smitað lögregluþjón á Suðurlandi. Ræddu Þórólfur og Víðir því að um ákveðið bakslag hafi átt sér stað, það ætti þó ekki að koma að sök. „Það virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid sem við höfum verið í undanafarið. Enda höfum við svo sem sagt það að við munum fá einstaka smit og jafn vel litlar hópsýkingar. Dæmin um erlendu ferðamennina um síðustu helgi sýnir í rauninni mikilvægi þess að skima hér á landamærum og mikilvægi þess að meina einstaklingum inngöngu í landið ef sýnt þykir að þeir muni ekki virða sóttkví eða fyrirmæli yfirvalda,“ sagði Þórólfur. Skerpa á því hvernig beri að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu Skimanir hafa farið fram á Keflavíkurflugvelli í dag og í gær, auk þess sem að um 80 farþegar fóru í skimun á Seyðisfirði í dag við komuna með Norrænu. Fréttastofu hafa borist einhverjar ábendingar um að einhverjir af þeim sem komu í gær hafi ekki haldið sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöður úr skimuninni, og blandað geði við aðra í miðborg Reykjavíkur. Þórólfur segir að skerpa þurfi á því hvernig eigi að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Þórólfur Guðnason.Vísir/Vilhelm „Það vantar svolítið upp á það hjá okkur að skerpa á því við fólk sem fer í sýnatöku að það hagi sér eins og það sé í sóttkví þangað til það fær niðurstöðu úr prófinu. Það er mjög mikilvægt að það sé haft í huga og það kann að vera að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta en við erum að bæta úr því núna,“ sagði Þórólfur. Óþolandi bakslag en mikilvægt að halda áfram á sömu braut og áður Þá minnti Víðir á að ekki gengi upp fyrir þá sem koma til landsins að faðma þá sem koma að sækja þá á flugvellinum, vegna smithættu. Bíða þyrfti með faðmlög í það minnsta þangað til niðurstöður úr skimun væru komnar. Bætti Þórólfur við að þrátt fyrir að faraldurinn væri í lágmarki hér þyrfti nú sem endranær að virða þau viðmið sem hafi verið í hávegum höfð hér á landi. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að það geti komið upp svona smit aftur og það á ekki að koma á óvart en við verðum bara að standa okkur í þessum grunnprinsippum sem við höfum verið að beita til þessa og hefur skilað þessum góða árangri sem við höfum náð. Það er í raun það sem við getum gert,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir átti svo lokaorðin, minnti landsmenn á grunnprinsippinn sem Þórólfur minntist á. Sagði hann að landsmenn yrðu hreinlega að gíra sig upp. „Þetta er auðvitað ákveðið bakslag núna síðustu daga að einhverju leyti sem er óþægileg og óþolandi en við verðum að gíra okkur upp, við verðum að halda áfram núna. Við verðum að vinna þetta saman. Það eru þessi einföldu atriði sem að skipta öllu máli. Það er handþvotturinn, það er handspritt, það er að þrífa sameiginlega snertifleti. Ef að þú ert veikur ekki mæta í vinnuna og höldum áfram á þeirri braut þá mun þetta ganga hjá ykkur og þetta mun vera áfram í okkar höndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira