Innlent

Mennirnir þrír enn ófundnir

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. Þeir komu til landsins þann 5. júní ásamt fimm Rúmenum, sem lögregla lýsti eftir í fjölmiðlum vegna sömu brota.

Mennirnir eru ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Þessi hópur er talinn tengjast öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru síðustu helgi vegna þjófnaðar á Selfossi en tvö þeirra reyndust með Covid-19.

Ellefu Rúmenar dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og samkvæmt heimildum fréttastofu tók lögregla skýrslu af fólkinu í morgun.


Tengdar fréttir

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.